SELFOSS - STÖRF Á FLUTNINGASVIÐI


Staðsetning: Selfoss

Mjólkursamsalan leitar að starfsmönnum við starfsstöðina á Selfossi

Tvö störf í boði

  1. Starf við vörulosun frá framleiðslu, losun og lestun flutningatækja. Lyftarapróf kostur en ekki skilyrði.
  2. Starf við vörulosun frá framleiðslu, losun og lestun flutningatækja ásamt þjónustu á útisvæði. Aukin ökuréttindi skilyrði

Þessi störf henta konum ekki síður en körlum og hvetjum við þær til að sækja um. Einnig bjóðum við starfsfólk á aldrinum 65 - 69 ára velkomið.

Aðrar hæfniskröfur

  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
  • Jákvæðni, dugnaður og góð samskiptahæfni
  • Þjónustulund , stundvísi og sjálfstæði í starfi

Nánari upplýsingar

Starfsstöð MS á Selfossi er á Austurvegi 65. Þar starfar samhentur hópur um 140 starfsmanna að söfnun mjólkur, framleiðslu og dreifingu mjólkurvara.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Magnús Guðmundsson fostöðumaður flutningadeildar í síma 898-7722.

Mjólkursamsalan er í eigu kúabænda um allt land. Hlutverk félagsins er að taka við mjólk frá kúabændum og framleiða afurðir í takt við þarfir markaðarins. Félagið heldur úti öflugu söfnunar- og dreifikerfi sem tryggir landsmönnum aðgang að ferskum mjólkurvörum.

Hjá Mjólkursamsölunni starfa rúmlega 450 starfsmenn á fimm starfsstöðvum á landinu þ.e. Reykjavik, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Mjólkursamsalan leggur áherslu á fjölbreytta samsetningu starfsfólks hvort sem um er að ræða þjóðerni, kynferði, menntun, reynslu og aldur. Við ráðningar veljum við hæfustu einstaklingana í starfið með gildin okkar metnað, samvinnu, jákvæðni og ábyrgð að leiðarljósi. 

Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2017.

 

Umsóknarfrestur til og með 24. september 2017