Störf í boði


SUMARSTÖRF 2019 - MJÓLKURSAMSALAN


Hefur þú metnað, getur sýnt ábyrgð í starfi, ert samvinnufús og jákvæður einstaklingur? Ef svo er höfum við áhuga á að heyra frá þér!

Mjólkursamsalan (MS) óskar eftir að ráða starfsfólk í afleysingar á flestar starfsstöðvar sumarið 2019. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf  um miðjan maí og unnið fram í miðjan ágúst. Þar sem um afleysingastarfsfólk er að ræða er ekki gert ráð fyrir að tekið sé orlof nema samið sé um það sérstaklega í upphafi. Um er að ræða að hámarki 3 mánaða starf.

Nemar eru sérstaklega hvattir til þess að sækja um. Einnig bjóðum við velkomna einstaklinga sem komnir eru á eftirlaunaaldur en hafa áhuga á að nýta starfskrafta sína yfir sumarið.

NÁNARI LÝSING 


Störfin sem um ræðir eru:

Akureyri

 • Framleiðslu- og pökkunarstörf
 • Lagerstörf – lyftararéttindi kostur

Á starfsstöð okkar að Súluvegi 1 á Akureyri starfa uþb. 80 starfsmenn. Þar er framleiddur ostur af ýmsu tagi ásamt smjöri, neyslumjólk og fjölmörgum tegundum af smávöru.

Egilsstaðir

 • Framleiðslu og pökkunarstörf

Á starfsstöð okkar að Kaupvangi 39 á Egilsstöðum starfa að jafnaði 12 starfsmenn að framleiðslu Mozzarella osts.

Reykjavík

 • Framleiðslu- og pökkunarstörf
 • Bílstjórar í dreifingu – meirapróf skilyrði

Í höfuðstöðvum MS að Bitruhálsi 1 í Reykjavík er starfrækt stórt vöruhús og dreifingarmiðstöð. Þar er einnig að finna ostapökkun og frágangur á ostum, söludeild og bókhald ásamt yfirstjórn fyrirtækisins. Fjöldi starfsfólks í Reykjavik er í kringum 180 manns.

Selfoss

 • Framleiðslu- og pökkunarstörf
 • Lagerstörf – lyftararéttindi
 • Bílstjórar í mjólkursöfnun, dreifingu og millibúaflutningum -meirapróf skilyrði

Á starfsstöð okkar að Austurvegi 65 á Selfossi starfa að jafnaði í kringum 140 manns. Þar fer fram margskonar framleiðsla og pökkun á ýmsum vörum ss. neyslumjólk,skyri, jógurt, smjöri og smjörva.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Reynsla af sambærilegu starfi kostur
 • Þjónustulund og sveigjanleiki
 • Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
 • Frumkvæði og vilji til að láta verkin tala
 • Ábyrgðarkennd, sjálfstæði og metnaður í starfi.

Nánari upplýsingar

Auglýstur umsóknarfrestur er til 31. mars 2019. Við tökum þó á móti umsóknum áfram til að hafa í gagnagrunni.

Mjólkursamsalan er í eigu kúabænda um allt land. Hlutverk félagsins er að taka við mjólk frá kúabændum og framleiða afurðir í takt við þarfir markaðarins. Félagið heldur úti öflugu söfnunar- og dreifikerfi sem tryggir landsmönnum aðgang að ferskum mjólkurvörum.

Hjá Mjólkursamsölunni starfa rúmlega 450 starfsmenn á fimm starfsstöðvum á landinu þ.e. Reykjavik, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Mjólkursamsalan leggur áherslu á fjölbreytta samsetningu starfsfólks hvort sem um er að ræða þjóðerni, kynferði, menntun, reynslu og aldur. Við ráðningar veljum við hæfustu einstaklingana í starfið með gildin okkar metnað, samvinnu, jákvæðni og ábyrgð að leiðarljósi

Umsóknarfrestur til og með 31. mars 2019